Notendaskilmálar

Spara er afsláttarapp sem hefur einnig vefsvæði undir léninu Spara.is (hér eftir verður hvoru tveggja skýrt sem Spara). Viðskiptavinir Spara eru hópar sem vilja halda utan um sín vildarkjör á Spara (hér eftir hópar, Vildarklúbbar, úthýsingar eða viðskiptavinir). Þar að auki eru fyrirtæki sem vilja bjóða þeim hópum sérstök tilboð einnig okkar viðskiptavinir (hér eftir fyrirtæki, tilboðsgjafar eða viðskiptavinir). Einungis er hægt að virkja tilboð Spara í appinu.  
Hér á eftir fylgja notendaskilmálar Spara. 

Til þess að nota þjónustu Spara þurfa notendur að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Í kjölfarið fær Spara aðgang að ákveðnum upplýsingum sem notaðar eru til þess að greina hvaða vildarkjör, eða afslætti, notandi fellur undir. 

Með því að skrá þig fyrir þjónustunni og samþykkja skilmála Spara, samþykkir þú að viðskiptavinir veiti Spara þær upplýsingar sem þörf er á til þess að veita þjónustu okkar. 

Gögn sem við söfnum 

Til þess að veita þjónustu Spara söfnum við upplýsingum m.a. frá rafrænum skilríkjum, þ.á.m. nafni, kennitölu og símanúmeri. Auk þess kann þjónustan að biðja þig um frekari upplýsingar eins og kyn, póstnúmer, aldur, uppáhaldstilboðsflokka og netfang. Einnig kann Spara að biðja um upplýsingar um staðsetningu ef notuð er sérstök þjónusta innan appsins, en þér er frjálst að velja að hafna þeim beiðnum. 

Spara safnar einnig gögnum sem ná um hegðun notenda í appinu en undir það fellur m.a. hvaðan og hvaða virkni notandi notar mest, hversu oft notandi opnar Spara og notkun tilboða. Þar að auki safnar Spara upplýsingum um vafra, símategund, stýrikerfi. 

Öll samskipti við Spara í gegnum smáskilaboð í síma eða tölvupóst til @spara.is eru einnig geymd. 

Notkun upplýsinga 

Við söfnum, geymum og greinum ofangreind gögn í eftirfarandi tilgangi. 

Veita þjónustu Spara 

Til þess að veita þjónustu Spara er nauðsynlegt safna gögnum (sjá kafla Gögn sem við söfnum). 

Spara notar upplýsingar um hegðun notenda innan appsins til þess að greina almenn hegðunarmynstur notenda í þeim tilgangi að gera þjónustur Spara enn betri og notendavænni. 

Deila upplýsingum 

Spara kann að deila ópersónugreinanlegri tölfræði upplýsingum með viðskiptavinum Spara. Samantektir þessara greininga af hópum notenda eru þó ekki á nokkurn hátt persónugreinanlegar. 

Aðgangsstýring upplýsinga 

Aðgengi starfsfólks að gagnagrunnum upplýsinga um notendur er takmarkað og veltur aðgengi hvers starfsgildis af upplýsingaþörf viðeigandi starfs. 

Allir starfsmenn Spara eru með hreint sakavottorð og bundnir þagnarskyldu um allt sem þeir kunna að verða áskynja um notendur. 

Vefurinn og gagnagrunnar hans eru hýstir í læstu og vöktuðu herbergi hjá öryggisvottuðum hýsingaraðila. Núverandi hýsingaraðili Spara er Amazon sem hefur AWS öryggi og hefur eftirfarandi öryggisvottanir: ISO/IEC 27001:2013, 27017:2015, 27018:2019, 27701:2018, 22301:2019, 9001:2015 og CSA STAR CCM v4.0. 

Öll samskipti eru dulkóðuð, bæði við notendur og viðskiptavini (auðkennt í vafranum með „https“ forskeyti á undan vefslóðinni og mynd af hengilás). Gagnagrunnar Spara.is eru sömuleiðis dulkóðaðir. 

Spara mun meðhöndla allar upplýsingar notenda sem persónuupplýsingar og heitir því að starfa að öllu leyti í samræmi við íslensk lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 

Stjórnun upplýsinga 

Notendur hafa rétt að óska eftir sínum upplýsingum og að biðja um að láta eyða þeim. 

Persónuupplýsingar sem þú hefur látið af hendi eru aðgengilegar í kjölfar innskráningar Spara. Þar getur þú einnig leiðrétt og/eða uppfært þær persónuupplýsingar sem þú hefur kosið að deila með Spara. 

Samskipti við notendur 

Það er Spara mikilvægt að geta átt í opnum samskiptum við notendur. Bæði til þess að upplýsa um uppfærslur og nýjar þjónustur en einnig til þess að taka við ábendingum og gagnrýni sem varða þætti þjónustunnar sem krefjast umbóta. 

 

Ábyrgðir viðskiptavina 

Úthýsingar 

Hópar á Spara bera ábyrgð á þau tilboð sem standa þeim til boða, fyrir samstarf við Spara, séu rétt skráð á Spara. Einnig er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að tilboðsgjafar samþykki að sýna tilboð á Spara sé gott og gilt. 

Hópar bera einnig ábyrgð á að veita Spara, eins reglulega og þörf þykir, uppfærðan lista af einstaklingum sem tilheyra þeim hóp. 

Tilboðsgjafar 

Tilboðsgjafar bera ábyrgð á öllum skilmálum þeirra tilboða og jafnframt heita því að standa við öll sín útgefnu tilboð. Tilboðsgjafar samþykkja einnig að einstaklingur sem sýnir virkjun tilboðs á Spara veiti þeim rétt á viðeigandi tilboði. 

Almennt 

Viðskiptavinir Spara teljast hafa samþykkt greiðsluskilmála Spara eftir að hafa samþykkt notendaskilmála, setja inn tilboð og/eða bæta við tilboði fyrir sinn notendahóp. 

Viðskiptavinir greiða fyrir þjónustu Spara í upphafi hvers mánaðar. Spara viðheldur réttinum að eyða aðgangi viðskiptavina sem ekki standa ekki undir ábyrgðum viðskiptavina og/eða hafa ekki greitt fyrir þjónustu Spara fyrir sjöunda dag hvers mánaðar. 

Auglýsingar 

Í sumum tilfellum kann Spara að bjóða auglýsendum að birtingu auglýsinga sé stjórnað þannig að auglýsingin birtist aðeins hjá þeim notendum sem eru líklegir, út frá neyslumynstri sínu, til að hafa áhuga á auglýsingunni. 

Hugverkaréttindi Spara 

Allt innihald á Spara, þar með talið útlitshönnun (t.d. texti, grafík, myndir, vörumerki), ljósmyndir, hugbúnaður, ritstýrt efni, tilkynningar og annað efni er varið samkvæmt höfundarréttar- og vörumerkjalögum á Íslandi og annars staðar. Innihald Spara er eign Spara eða notað samkvæmt leyfi frá hugbúnaðar-, gagna- eða efnisveitum sem Spara á í viðskiptasambandi við. Spara veitir þér leyfi til að skoða og nota Spara samkvæmt þessum skilmálum. Þú mátt eingöngu sækja eða prenta afrit af upplýsingum og efni á Spara til þinna persónulegu nota en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Öll dreifing, endurútgáfa eða rafræn afritun af innihaldi Spara, hvort heldur sem er að hluta eða heild, í einhverjum öðrum tilgangi er þér með öllu óheimil nema með skriflegu samþykki Spara ehf.